"Snakk úr hágæða hráefni sem er aflað á sjálfbæran hátt og unnið með vistvænni orku"

Volcano Seafood er vestmannaeyskt nýsköpunarfyrirtæki sem varð til eftir þátttöku í árlegri nýsköpunarkeppni Háskólans í Reykjavík. Hugmyndin var að búa til snakk úr hágæða hráefni sem er aflað á sjálfbæran hátt og unnið með vistvænni orku.

Skemmst er frá því að segja að hugmyndin vann keppnina og var fyrsta liðið í sögu skólans sem hlaut tvenn verðlaun. Sjávarútvegsverðlaun og aðalverðlaunin sem kennd eru við Guðfinnu Bjarnadóttur, frumkvöðul og fyrrverandi rektors HR.

Með því að sigra Guðfinnuverðlaunin hjá HR fékk Volcano Seafood þá þátttökurétt í heimsmeistaramóti háskóla í nýsköpun, Venture Cup en sú keppni fer fram í Kaupmannahöfn ár hvert. Þar hlaut fyrirtækið verðlaun fyrir besta vörumerkið.

Síðan þá hefur verið unnið að því að þróa vörunar og framleiðsluferlið með það fyrir augum að búa til fyrsta flokks vörur sem henta við öll tilefni. Vörur sem er hollar, bragðgóðar og vistvænar. Nú hefur fyrirtækið sett sínar fyrstu vörur á markað og eru þær komnar í sölu víðsvegar um landið.

Ertu tilbúin/n að smakka?