Volcano Seafood varð til við nýsköpunaráfanga við Háskólann í Reykjavík. Í þeim áfanga áttu hópar innan skólans að stofna fyrirtæki með nýsköpunarívafi. Hugmyndin af fyrirtækinu fengu nokkrir nemendur sem sóttu nýtt nám við HR sem kallast Haftengd Nýsköpun og var staðsett í Vestmannaeyjum. Verandi í nýju námi tengdu nýsköpun í sjávariðnaðinum ákvað hópurinn að fara út í nýsköpunarhugmyndir tengdar hafinu og varð því Volcano Seafood til.
Að loknum þeim þrem vikum sem áfanginn tók – var svokallaður lokadagur þar sem allir 64 hóparnir sem tóku þátt í áfanganum kynntu sínar hugmyndir. Voru nokkur verðlaun í boði, en meðal annars voru það ferðamannaverðlaun, heilbrigðisgeiraverðlaun, sjávarútvegsverðlaun og fleiri en aðalverðlaun keppninnar voru Guðfinnuverðlaunin sem afhend eru af Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi rektors HR sem eiga að stuðla að frumkvöðlastarfi og nýsköpun nemenda við HR.
Volcano Seafood var fyrsta nýsköpunarfyrirtækið í sögu skólans sem sigraði hlutaverðlaunin sem þau tilheyrðu – sjávarútvegsverðlaunin og aðalverðlaun keppninnar Guðfinnuverðlaunin.
Með þeim sigri fengu þau þátttökurétt á alþjóðlega nýsköpunarkeppni sem haldin var í Danmörku í september 2017.