Best Brand Award

Eftir að hafa sigrað Guðfinnuverðlaunin í nýsköpunaráfanga við Háskólann í Reykjavík fékk fyrirtækið þátttökurétt á alþjóðlega nýsköpunarkeppni sem fór fram í Kaupmannahöfn í Danmörku haustið 2017.

Fjöldinn allur af nýsköpunarfyrirtækjum hvaðanæva úr heiminum voru þarna komin til þess að keppast um bestu nýsköpunarhugmyndirnar í heiminum og var þetta heil vinnuvika af fyrirlestrum, vinnustofum, viðtölum og fundum.

Á lokadegi voru síðan öll fyrirtækin með kynningar á sínum fyrirtækjum þar sem sagt var frá sögunni bakvið fyrirtækin, fyrir hvað þau standa, hvert þau stefna, hvernig þau ætla að komast þangað og hversu lengi þau ætla að vera á leiðinni þangað. Fimm til sex dómarar voru inni í hverju herbergi og hlustuðu á kynningar fyrirtækjanna og spurðu síðan erfiðra spurninga í lokin.

Volcano Seafood vann því miður ekki aðalverðlaun keppninnar, en við unnum hinsvegar
„Best Brand Award“ keppninnar en þau verðlaun voru veitt því fyrirtæki sem talið var búið að vinna bestu grunnvinnuna að því að stofna fyrirtæki, vita hvaðan það fæðist, úr hverju og hvaða hugmyndum og vissu fyrir hverju fyrirtækið stæði.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Guðfinnuverðlaun

Guðfinnuverðlaunin

Volcano Seafood varð til við nýsköpunaráfanga við Háskólann í Reykjavík. Í þeim áfanga áttu hópar innan skólans að stofna fyrirtæki með nýsköpunarívafi.

Styrkur frá SASS

Haustið 2018 fengum við styrk í flokki Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna frá SASS (Samtök sunnlenskra sveitarfélaga). Styrkurinn hefur nýst okkur vel í alhliða